Erlent

Eigandinn ákærður fyrir morð

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Eigandi verksmiðjunnar, Mohammed Sohel Rana
Eigandi verksmiðjunnar, Mohammed Sohel Rana
Eigandi fataverksmiðjunnar sem hrundi árið 2013 í Banglades með þeim afleiðingum að rúmlega 1100 manns létu lífið verður ákærður fyrir morð. Þarlend lögregluyfirvöld lýstu þessu yfir í dag.

Eigandinn, Mohammed Sohel Rana, var handtekinn í apríl sama ár er hann reyndi að flýja yfir landamærin til Indlands eftir að Rana Plaza byggingin, sem stóð í útjaðri höfuðborgarinnar Dhaka, hrundi þann 24. apríl 2013.

Bijoy Krishna Kar, sem farið hefur með rannsókn málsins, sagði í samtali við Agence France-Presse í dag að Rana og foreldrar hans verði meðal þeirra 42 sem ákærðir verða fyrir morð. Verði þau fundin sek er búist við að þau muni hljóta dauðarefsingu.

Meira en 2430 verkamönnum var bjargað á lífi úr rústunum eftir að sex af níu hæðum byggingarinnar hrundu en þetta er þriðja mannskæðasta iðnaðarslys sögunnar. Einungis gasleki Union Carbide á Indlandi árið 1984 og sprengingin í Benxihu Colliery kolanámunni í Kína árið 1942 drógu fleiri til dauða.  

Tvær fata­verk­smiðjur í út­hverfi Dhaka, höfuðborg Bangla­dess, urðu í vik­unni þær fyrstu í land­inu til þess að fá sér­staka vott­un um ör­yggi en Sam­tök evr­ópskra fatafram­leiðenda komu vott­un­ar­kerf­inu á fót í kjöl­far slyssins í Rana Plaza árið 2013. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×