Enski boltinn

Eigandi Arsenal: Wenger þarf að læra af mistökum sínum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arsene Wenger byrjar illa með Arsenal í vetur.
Arsene Wenger byrjar illa með Arsenal í vetur. vísir/getty
Rússinn Alisher Usmanov, annar stærsti hlutafinn í Arsenal, segir að Arsene Wenger, knattspyrnustjóri félagsins, þurfi að fara læra af mistökum sínum.

Usmanov, sem er ríkasti maður Rússlands og sá 34. ríkasti í heimi, er líka á því að Arsenal þurfi að styrkja liðið og Wenger hafi fjármuni til þess að gera nákvæmlega það.

„Arsene Wenger er einn af bestu þjálfurum heims, ekki bara Evrópu. En í Rússlandi er málsháttur sem segir að meira að segja gömul kona geti látið þakið hrynja yfir sig,“ segir Rússinn í viðtali við CNBC.

„Það gera allir mistök. Hann getur gert mistök og ég veit að því eldri sem maður verður því erfiðara er að sætta sig við eigin mistök.“

„Það eru gæði í liðinu en menn hafa gert mistök og þeir þurfa að horfast í augu við þau. Enginn snillingur getur haldið áfram að vera snillingur ef hann viðurkennir ekki eigin mistök,“ segir Alisher Usmanov.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×