Bíó og sjónvarp

Eiðurinn fer vel af stað

Stefán Árni Pálsson skrifar
Baltasar skemmti sér vel á forsýningunni í síðustu viku.
Baltasar skemmti sér vel á forsýningunni í síðustu viku. vísir/eyþór
Eiðurinn fór vel af stað um helgina og er þetta stærsta opnum á íslenskri mynd á árinu og önnur besta opnun á íslenskri mynd Baltasars Kormáks. Aðeins Mýrin hefur gert betur og er hún er aðsóknarmesta íslenska kvikmynd allra tíma. 

Eiðurinn er fjórða stærsta opnun ársins þegar allar frumsýningar eru skoðaðar. Tæplega  níu þúsund manns sáu myndana um helgina. Samkvæmt aðsóknarlista Klapptrés er um að ræða tíundu bestu opnun íslenskrar kvikmyndar í sögunni hér á landi.

Myndinni fékk sömuleiðis góðar viðtökur á kvikmyndahátíðinni í Toronto á laugardaginn og hún verður næst sýnd á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian á Spáni 18. september.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×