Fótbolti

Eiður Smári reynir að halda andlitinu í fíflalátunum í Fantasy Football show | Sjáðu þáttinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen fagnar sigri í Meistaradeildinni með Xavi.
Eiður Smári Guðjohnsen fagnar sigri í Meistaradeildinni með Xavi. Vísir/EPA
Eiður Smári Guðjohnsen var aðalgesturinn í Fantasy Football show fyrir Meistaradeild Evrópu í þessari viku en þar var tekin fyrir lokaumferð riðlakeppninnar sem fer fram í kvöld og annað kvöld.

Eiður Smári tók Víkingaklappið í auglýsingunni fyrir þáttinn og þátturinn byrjaði líka á skemmtilegri blöndu af Víkingaklappinu og Meistaradeildarlaginu.

Eiður Smári spilaði með bæði Chelsea og Barcelona í Meistaradeildinni og náði bæði að skora fyrir Chelsea á móti Barcelona og fyrir Barcelona á móti Chelsea í Meistaradeildinni.

Það var mjög stuttu í grínið hjá umsjónarmönnum þáttarins og þurfti Eiður Smári oft að hafa sig við að halda andlitinu.

Eiður Smári var meðal annars tekinn í hraðaspurningar í þættinum þar sem hann var spurður út í allskyns hluti tengdum fótboltanum. Það þarf ekki að koma á óvart að Lionel Messi var svarið við einni spurningunni.

Eiður Smári valdi síðan ellefu manna Fantasy liði sínu fyrir leiki vikunnar. Umræddur Lionel Messi var að sjálfsögðu á sínum stað.  Það er hægt að horfa á allan þáttinn með því að smella hér.

Eiður Smári hefur bæði spilað flesta leiki í Meistaradeildinni (45) og skorað flest mörk í Meistaradeildinni (7) af íslenskum fótboltamönnum.  Hann vann Meistaradeildina með Barcelona 2009 en það tímabil spilaði hann einmitt sína síðustu leiki í Meistaradeildinni.

Lokaleikur Eiðs Smára í Meistaradeildinni var 6. Maí 2009 þegar hann kom inn á sem varamaður í liði Barcelona á móti hans gömlu félögum í Chelsea og á hans gamla heimavelli Stamford Bridge.

Eiður Smári var í hópnum í úrslitaleiknum á móti Manchester United 27. maí 2009 en kom ekki við sögu 2-0 sigri Barca á Ólympíuleikvanginum í Róm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×