Fótbolti

Eiður Smári orðinn leikmaður Shijiazhuang Ever Bright

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eiður lék með Bolton á síðasta tímabili.
Eiður lék með Bolton á síðasta tímabili. vísir/getty
Landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen er búinn að skrifa undir samning við Shijiazhuang Ever Bright sem leikur í kínversku Ofurdeildinni. Þetta staðfesti umboðsskrifstofan Total Football, sem Eiður er á mála hjá, á Twitter-síðu sinni í dag.

Sjá einnig: Landkönnuðurinn Eiður Smári

Eiður sá Shijiazhuang spila gegn Changchum Yatai í gær en leiknum lyktaði með markalausu jafntefli. Shijiazhuang er nú búið að gera sjö jafntefli í deildinni í röð.

Eiður kemur til Shijiazhuang frá enska B-deildarliðinu Bolton Wanderers sem hann lék með á síðasta tímabili.

Eiður verður þriðji íslenski landsliðsmaðurinn sem leikur í Kína en Sölvi Geir Ottesen og Viðar Örn Kjartansson leika með Jiangsu Guixon Sainty.


Tengdar fréttir

Landkönnuðurinn Eiður Smári

Eiður Smári Guðjohnsen er á leið til kínverska úrvalsdeildarfélagsins Shijiazhuang Ever Bright og mun spila með liðinu út þetta tímabil. Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi er þar með að fara að spila í áttunda landinu á litríkum ferli




Fleiri fréttir

Sjá meira


×