Fótbolti

Eiður Smári og Ragnhildur eignuðust stelpu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Arnór (til vinstri), Eiður Smári og Ragnhildur dást að Daníel Tristan skömmu eftir fæðingu hans í mars 2006.
Arnór (til vinstri), Eiður Smári og Ragnhildur dást að Daníel Tristan skömmu eftir fæðingu hans í mars 2006. Vísir/GVA
Eiður Smári Guðjohnsen og kona hans, Ragnhildur Sveinsdóttir, eignuðust sitt fjórða barn í gær, 1. apríl. Stúlka kom í heiminn en fyrir eiga þau þrjá drengi.

Arnór Guðjohnsen, faðir Eiðs Smára, greinir frá því í opinni Facebook-færslu að stúlka sé fædd. Hann segist ekki kominn niður á jörðina en að hann muni dekra við stúlkuna.

Vinir og kunningjar keppast við að óska Arnóri og fjölskyldu til hamingju og þakkar Arnór fyrir. Hann segir „skrítið að fá snúllu í hópinn“ en hún á þrjá eldri bræður.

Eignaðist stelpu áðan vá lífið er yndislegt

Posted by Arnór Guðjohnsen on Wednesday, April 1, 2015
Eiður Smári og Ragnhildur eiga fyrir synina Sveinn Aron, Andra Lucas og Daníel Tristan. Sveinn Aron er fastamaður í 17 ára landsliði Íslands og Andri Lucas var í sigurliði HK á N1 mótinu á Akureyri síðasta sumar.

Eiður Smári, markahæsti leikmaður karlalandsliðsins frá upphafi sem hefur unnið til stærstu titla sem hægt er að vinna með félagsliðum bæði á Englandi og Spáni, var í lykilhlutverki þegar Ísland lagði Kasakstan á laugardaginn var í undankeppni EM 2016. Eiður Smári skoraði fyrsta mark Íslands í leiknum. Í aðdraganda leiksins sagðist hann vonast til þess að verða kominn heim fyrir fæðinguna sem varð raunin.

Nokkrum dögum fyrr fæddist Kristbjörgu Jónasdóttur fitnesskonu og Aroni Einari Gunnarssyni landsliðsfyrirliða sonur. Aron Einar gat ekki verið viðstaddur fæðinguna vegna undirbúningsins fyrir landsleikinn en fylgdist með á Facetime. Kristbjörg segir parið nánast búið að taka ákvörðun varðandi nafn á guttann.


Tengdar fréttir

Utan vallar: Meira af Guðjohnsen og Gylfa, takk fyrir

Íslenska þjóðin hefur ekki eignast mikið betri knattspyrnumenn en þá Eið Smára Guðjohnsen og Gylfa Þór Sigurðsson og að sjá þá spila hlið við hlið með íslenska landsliðinu í dag eru sannkölluð forréttindi fyrir íslensku þjóðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×