Fótbolti

Eiður Smári kom til Íslands í læknisskoðun

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eiður Smári vill eins og svo margir vera í EM-hópnum á mánudaginn.
Eiður Smári vill eins og svo margir vera í EM-hópnum á mánudaginn. vísir/getty
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska karlalandsliðsins frá upphafi, kom til Íslands í vikunni í frekari læknisskoðun vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik með Molde gegn Sarpsborg.

Eiður Smári tognaði aftan í læri og var ekki í hópnum hjá Molde sem spilaði bikarleik í gær, en fram kemur á norsku fréttasíðunni rbnett.no að Eiður kom heim til Íslands til að hitta sjúkralið íslenska landsliðsins.

EM-hópurinn verður tilkynntur á mánudaginn en Eiður Smári vonast auðvitað til að fara með íslenska landsliðinu til Frakklands í sumar.

„Við teljum að þetta séu ekki alvarleg meiðsli. Ég vona að Eiður verði klár í leikinn gegn Haugesund á sunnudaginn,“ segir Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde, við rbnett.no.

Eiður Smári hefur verið að spila mjög vel með Molde í norsku úrvalsdeildinni en liðið er með 17 stig eftir átta leiki, aðeins búið að tapa einum, og er ekki nema tveimur stigum á eftir toppliði Rosenborg.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×