Fótbolti

Eiður Smári í indversku ofurdeildina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eiður Smári í leiknum gegn Frökkum í 8-liða úrslitum á EM fyrr í sumar.
Eiður Smári í leiknum gegn Frökkum í 8-liða úrslitum á EM fyrr í sumar. vísir/vilhelm
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins, hefur samið við indverska liðið Pune City.

Þetta var tilkynnt fyrir skemmstu á Twitter-síðu Pune City sem var stofnað fyrir tveimur árum.

Félagið er greinilega mjög ánægt að hafa krækt í Eið Smára en hann er kynntur til leiks með skemmtilegu myndbandi sem má sjá hér að neðan.

Eiður Smári hætti hjá norska liðinu Molde í byrjun mánaðarins en hann var ekki lengi að finna sér nýtt lið.

Pune City er sautjánda liðið sem Eiður Smári leikur með á ferlinum og Indland er tíunda landið sem hann spilar í.

Miklir peningar eru í indversku ofurdeildinni sem var sett á laggirnar 2013. Nokkrir þekktir leikmenn leika í deildinni á komandi tímabili, þ.á.m. Úrúgvæinn Diego Forlán og Norðmaðurinn John Arne Riise.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×