Sport

Eiður Smári hljóp tíu kílómetra

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Bylgja og Eiður Smári
Bylgja og Eiður Smári Mynd/Bylgja
Eiður Smári Guðjohnsen tók þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í dag. Hér sést hann í hlaupagallanum ásamt Bylgju Sverrisdóttur, sem birti myndina á Facebook og Vísir birtir með góðfúslegu leyfi hennar. Eiður Smári hljóp tíu kílómetra í dag á tímanum 54:40 mínútur. Bylgja hljóp sömu vegalengd og var á tímanum 1:01:05.

Markahrókurinn er enn að leita sér að liði til að leika með fyrir næsta tímabil. Á síðasta tímabili lék kappinn með belgíska félaginu Club Brügge. Eiður Smári er markahæsti leikmaður íslenska karlalandsliðsins frá upphafi.

Metþátttaka var í Reykjavíkurmaraþoninu í ár. Talið er að á sextánda þúsund hlauparar hafi tekið þátt í hlaupinu. Gamla metið var 14272 hlauparar. Metið í áheitasöfnun var einnig slegið. Alls er talið að 77 milljónir hafi safnast í ár, sem er fimm milljónum meira en í fyrra

„Stemmningin hér í Lækjargötu er alveg frábær. Það er yndislegt veður og fólk streymir hér í mark. Það er svo mikill mannfjöldi að maður hefur varla séð annað eins. Um 6600 manns eru að koma í mark í 10 km hlaupi. Allir vilja fá að drekka og fá verðlaunapening um hálsinn, og helst kyssa alla sem eru utan girðingar og eru komnir að fagna með þeim. Á sama tíma kemur í mark fólk úr hálf maraþoni og heilu maraþoni. Það er allt að gerast hérna, það er yndislegur dagur,“ sagði Svava Oddný Ásgeirsdóttir, hlaupastjóri Maraþonsins, í samtali við Vísi fyrr í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×