Fótbolti

Eiður Smári ekki búinn að skrifa undir í Kína

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári lék síðast með Bolton.
Eiður Smári lék síðast með Bolton. Vísir/Getty
Eiður Smári Guðjohnsen hefur enn ekki skrifað undir samning við kínverska úrvalsdeildarfélagið Shijiazhuang Ever Bright en það kemur fram á stuðningsmannasíðu hans á Facebook.

Þar segir að Eiður Smári muni vera meðal áhorfenda þegar félagið mætir Changchun Yatai í kvöld en samkvæmt heimildum Vísis stendur til að skrifa undir samninginn á mánudag ef allt gengur að óskum.

Eiður Smári hélt utan til Kína fyrr í vikunni en í gær greindu fjölmiðlar í Kína frá því að hann hefði verið búinn að semja við félagið. Það er þó ekki komið svo langt þó svo að fátt virðist geta komið í veg fyrir að hann gangi að lokum í raðir Shijiazhuang Ever Bright.

Now Eidur Smari Gudjohnsen is in Shijiazhuang in China and will attend tonights game when Shijiazhuang Ever Bright F.C....

Posted by Eidur Smari Gudjohnsen on Saturday, July 4, 2015

Tengdar fréttir

Landkönnuðurinn Eiður Smári

Eiður Smári Guðjohnsen er á leið til kínverska úrvalsdeildarfélagsins Shijiazhuang Ever Bright og mun spila með liðinu út þetta tímabil. Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi er þar með að fara að spila í áttunda landinu á litríkum ferli




Fleiri fréttir

Sjá meira


×