Eiđur Smári ein stćrsta stjarnan sem hefur spilađ á Norđurlöndum í 15 ár

 
Fótbolti
10:30 12. FEBRÚAR 2016
Eiđur Smári varđ Evrópumeistari međ Barcelona 2009.
Eiđur Smári varđ Evrópumeistari međ Barcelona 2009. VÍSIR/GETTY

Eiður Smári Guðjohnsen skrifaði undir eins árs samning við norska liðið Molde í dag og æfir með því í fyrsta sinn.

Norskir fjölmiðlar eru komnir á yfirsnúning vegna tíðindanna enda Eiður Smári á meðal stærstu nafna sem spilað hafa í norsku úrvalsdeildinni.

„Íslendingurinn hefur enn stjörnuljóma sem gerir það skemmtilegt að sjá hann í úrvalsdeildinni. Hann er ein stærsta stjarnan sem spilar á Norðurlöndum undanfarin fimmtán ár,“ segir í grein Verdens Gang í dag.

Eiður Smári, sem er að semja við sitt 14. lið í atvinnumennskunni, er á 38. aldursári og því segir blaðamaður VG að það sé ákveðin áhætta að fá Eið Smára inn í liðið.

„Þetta er svo sannarlega áhætta en skemmtilega áhætta fyrir okkur sem fylgjumst með þessu. Það er engin spurning að hann er mikill fótboltaheili og hefur alltaf lausnir. Hann gerir líka aðra góða í kringum sig. Spurningin er hvort hann sé of hægur,“ segir í greininni


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Eiđur Smári ein stćrsta stjarnan sem hefur spilađ á Norđurlöndum í 15 ár
Fara efst