Enski boltinn

Eiður Smári byrjaði og Bolton vann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen og hetja kvöldsins Darren Pratley.
Eiður Smári Guðjohnsen og hetja kvöldsins Darren Pratley. Vísir/Getty
Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Bolton í fyrsta sinn í fjórtán ár þegar liðið vann 1-0 útisigur á Millwall í ensku b-deildinni í kvöld.

Þetta var annar leikur Eiðs Smára með Bolton en hann kom inná sem varamaður í marklausu jafntefli við Ipswich um síðustu helgi.

Darren Pratley skoraði eina mark leiksins á 68. mínútu með skoti eftir stoðsendingu frá Lee Chung-Yong.

Eiður Smári var tekinn af velli á 62. mínútu en sigurmarkið kom rúmum fimm mínútum síðar.

Bolton-vörnin hélt hreinu fjórða leikinn í röð og hefur nú spilað sjö leiki í röð án þess að tapa.

Bolton komst upp í fjórtánda sæti deildarinnar með þessum sigri en liðið byrjaði daginn í átjánda sæti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×