Fótbolti

Eiður Smári býðst til að spila með Chapecoense

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári á EM.
Eiður Smári á EM. vísir/getty
Eiður Smári Guðjohnsen skrifaði á Twitter-síðu sína að hann væri reiðubúinn að spila fyrir Chapecoense, brasilíska félagið sem missti flesta sína leikmenn og þjálfara og flugslysi í Kólumbíu á dögunum.

Eiður Smári er samningslaus en hann var síðast á mála hjá Pune City í Indlandi. Hann missti þó af öllu tímabilinu þar í landi vegna meiðsla.

„Af virðingu myndi ég spila fyrir Chapecoense ef liðið hefur not fyrir mig. Þó ekki nema bara til að spila með Ronaldinho aftur,“ skrifaði Eiður Smári á Twitter síðu sína.





71 lést í flugslysinu á mánudagskvöld en sex komust lífs af, þar af þrír leikmenn Chapecoense - Alan Ruschel, Follmann og Neto. Liðið var á leið til Medellin í Kólumbíu þar sem liðið átti að spila í úrslitaleik Suður-Ameríkubikarsins, Copa Sudamericana.

Ronaldinho, fyrrum leikmaður Barcelona og brasilíska landsliðsins, hefur verið orðaður við Chapecoense en óvíst er hvort að af því verði að hann spili með liðinu. Eiður Smári lék með Ronaldinho hjá Barcelona á sínum tíma.


Tengdar fréttir

Talan 299 bjargaði lífi hans

Fótboltaheimurinn og öll brasilíska þjóðin stendur þétt við bak brasilíska félagins Chapecoense sem missti nítján leikmenn og allt þjálfarateymið í flugslysi í Kólumbíu.

Ronaldinho hvattur til að spila með Chapecoense

Í dag hófst herferð á samfélagsmiðlum þar sem brasilíska goðsögnin Ronaldinho er hvattur til þess að ganga í raðir Chapocoense sem missti sína leikmenn í flugslysinu í Kólumbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×