Fótbolti

Eiður Smári búinn að semja

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen heldur áfram að flakka á milli landa.
Eiður Smári Guðjohnsen heldur áfram að flakka á milli landa. vísir/getty
Eiður Smári Guðjohnsen, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, er búinn að ganga frá samningi við kínverska úrvalsdeildarliðið Shijiazhuang Ever Bright.

Frá þessu greinir kínverska fréttastofan Xinhua nú rétt í þessu, en Reuters hefur tekið fréttina upp.

Eiður Smári, sem er 36 ára gamall, spilaði á síðustu leiktíð með Bolton á Englandi í annað sinn á ferlinum og sló í gegn.

Hann sneri aftur í íslenska landsliðið í mars og skoraði í endurkomunni gegn Kasakstan ytra.

Shijiazhuang Ever Bright er í áttunda sæti kínversku úrvalsdeildarinnar, en liðið samdi einnig við Portúgala í lok síðasta mánaðar.

Tveir aðrir íslenskir landsliðsmenn; Viðar Örn Kjartansson og Sölvi Geir Ottesen, spila í kínversku úrvalsdeildinni með Jiangsu Sainty.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×