Fótbolti

Eiður Smári: Vonandi verð ég bara mættur þegar barnið kemur

Óskar Ófeigur Jónsson í Astana skrifar
Eiginkonur Eiðs Smára Guðjohnsen og Arons Einars Gunnarssonar áttu báðar von á sér þegar þeir fóru í langt flug til Kasakstan. Kona Arons Einars átti skömmu eftir að hann kom út en Eiður Smári vonast eftir því að vera kominn aftur heima áður en eiginkonan hans eignast þeirra fjórða barn.

Eiður Smári segir sig og konu sína hafa tekið þá ákvörðun sameiginlega að hann færi með landsliðinu út í þetta verkefni í Kasakstan.

„Það er kannski aðeins öðruvísi staða hjá mér heldur en Aroni því hún er ekki sett alveg strax. Vonandi verð ég bara mættur þegar að því kemur," sagði Eiður Smári í samtali við Vísi í dag.

„Ég held að þetta sé verkefni og leikur sem maður vill taka þátt í," sagði Eiður Smári en þetta verður fyrsti landsleikur hans í sextán mánuði og sá fyrsti í undankeppni EM 2016.

„Hjá okkur var ekki alveg eins mikil pressa á dagsetningunni eins og hjá Aroni. Konan hans átti rétt eftir að hann var kominn hingað," sagði Eiður Smári og hann ætlar ekki að láta þessa stöðu trufla einbeitinguna "Það er hægt að vera með hugann fyllilega á leiknum," sagði Eiður Smári.


Tengdar fréttir

Strákarnir fengu að fara í skoðunarferð í dag

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er búið að vera í Kasakstan síðan á þriðjudaginn en strákarnir hafa ekki séð mikið meira en hótelið og keppnisleikvanginn hingað til.

Alfreð: Þetta mark mun gefa mér mikið

Alfreð Finnbogason opnaði markareikning sinn í spænsku úrvalsdeildinni í síðasta leiknum sínum með Real Sociedad fyrir landsliðsferðina til Kasakstan og hann segir markið gera honum gott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×