Fótbolti

Eiður Smári: Erfiður biti að kyngja

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Íslenskir stuðningsmenn létu vel í sér heyra í París og gleyma stundinni á Stade de France seint, líklega aldrei.
Íslenskir stuðningsmenn létu vel í sér heyra í París og gleyma stundinni á Stade de France seint, líklega aldrei. Vísir/Vilhelm
Reynsluboltinn Eiður Smári Guðjohnsen var spurður út í það á blaðamannafundi í morgun hvað honum fyndist um það að aðeins 3000 Íslendingar verði í stúkunni í leiknum gegn Englandi í Nice á mánudaginn.

„Mér finnst það pínu sorglegt, miðað við áhugann sem er búinn að myndast hjá íslensku þjóðinni,“ segir Eiður Smári. Hann minntist á að íslensku stuðningsmennirnir hefðu myndað frábæra stemningu á leikjum Íslands í Frakklandi.

„Mér finnst það dálítið erfiður biti að kyngja.“

Blaðamannafundinn í heild, sem var stórskemmtilegur, má sjá hér að neðan.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook , Twitter og Snapchat (sport365).  


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×