Enski boltinn

Eiður sá besti númer 22

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eiður varð tvívegis enskur meistari með Chelsea.
Eiður varð tvívegis enskur meistari með Chelsea. vísir/getty
Eiður Smári Guðjohnsen er besti leikmaðurinn sem hefur klæðst treyju númer 22 í sögu ensku úrvalsdeildarinnar að mati ESPN en íslenski landsliðsmaðurinn bar þetta númer á bakinu meðan hann lék með Chelsea 2000-06.

ESPN birti á dögunum skemmtilega mynd þar sem besti leikmaðurinn til að klæðast treyjunúmerum frá einum og upp í 50 er valinn.

Óhætt er að segja að valið hafi verið miserfitt. Í fréttinni segir t.a.m. að það hafi verið erfitt að gera upp á milli Eric Cantona, David Beckham og Cristiano Ronaldo sem allir klæddust treyju númer sjö.

Samkeppnin var ekki jafn mikil þegar kom að hærri tölum en til marks um það er James Wilson, ungur framherji Manchester United, talinn vera sá besti til að klæðast treyju númer 47 og 49.

Myndina má sjá með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×