Fótbolti

Eiður heldur til Kína í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Eiður Smári Guðjohnsen hefur átt í viðræðum við kínverska úrvalsdeildarfélagið Shijiazhuang Ever Bright, eins og vefsíðan 433.is greindi fyrst frá.

Eiður Smári heldur samkvæmt heimildum Vísis utan til Kína í dag til að skoða aðstæður hjá félaginu og ganga frá samningum við félagið, sé gagnkvæmur vilji til þess.

Búlgarinn Yasen Petrov er knattspyrnustjóri félagsins en hann tók við félaginu fyrir tveimur árum. Shijiazhuang er í áttunda sæti deildarinnar með 20 stig, þrettán stigum á eftir toppliði Beijing Guoan.

Eiður Smári er 36 ára en samningur hans við enska B-deildarfélagið Bolton rennur út um mánaðamótin. Eiður Smári stóð sig vel hjá Bolton á síðustu leiktíð og mun Neil Lennon, stjóri félagsins, vera áhugasamur um að halda honum innan raða þess.

Tveir aðrir íslenskir leikmenn leika í kínversku úrvalsdeildinni - þeir Sölvi Geir Ottesen og Viðar Örn Kjartansson sem báðir spila með Jiangsu Sainty.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×