Fótbolti

Eiður Aron til Þýskalands

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eiður Aron ræðir málin við Þórodd Hjaltalín þegar hann lék með ÍBV.
Eiður Aron ræðir málin við Þórodd Hjaltalín þegar hann lék með ÍBV. vísir/daníel

Eiður Aron Sigurbjörnsson er genginn í raðir þýska liðsins Holsten Kiel, en þeir leika í C-deildinni í Þýskalandi. Hann kemur frá Örebro í Svíþjóð.

Eiður Aron spilaði stórt hlutverk í vörn Örebro á síðustu leiktíð, en hann spilaði 28 leiki af 30 hjá Örebro sem endaði í níunda sæti af átján liðum þrátt fyrir hörmulega byrjun.

„Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Það stóð alveg til boða að vera áfram í Skandinavíu en þetta kom upp og eftir að ég heimsótti þá í nóvember var ég ákveðinn í að þangað vildi ég fara," sagði Eiður í samtali við Fótbolta.net í dag sem greindi frá þessu í dag.

Eiður sem er uppalinn í Vestmannaeyjum gengur í raðir liðsins 1. janúar, en Holsten Kiel er með 20 stig í þrettánda sæti þýsku C-deildarinnar. Þeir hafa unnið fimm leiki, gert fimm jafntefli og tapað átta leikjum.

Þeir hafa fengið á sig fimmtu flestu mörkin á sig í deildinni, en Eiði er líklega ætlað að stoppa í götin í varnarleik Kiel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×