Egill Evrópumeistari

 
Sport
23:40 26. NÓVEMBER 2016
Egill fagnar eftir bardagann í kvöld.
Egill fagnar eftir bardagann í kvöld. MYND/FACEBOOK-SÍĐA MJÖLNIS
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Egill Øydvin Hjördísarson vann í kvöld til gullverðlauna í léttþungavigt á Evrópumótinu í MMA í Prag í Tékklandi.

Egill mætti Pólverjanum Pawel Zakrzewski í úrslitabardaganum í kvöld.

Bardaginn var jafn framan af þótt Egill hafi verið ívið sterkari í 1. lotu.

Í 2. lotunni sótti Egill harðar að Zakrzewski og náði að yfirbuga hann með hengingu þegar þrjár sekúndur voru eftir af lotunni.

Egill er þriðji Íslendingurinn sem verður Evrópumeistari í MMA en Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Bjarki Þór Pálsson unnu bæði til gullverðlauna á EM í fyrra.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Egill Evrópumeistari
Fara efst