Fótbolti

Eggert Gunnþór búinn að semja við SönderjyskE

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eggert Gunnþór Jónsson er farinn aftur til Danmerkur.
Eggert Gunnþór Jónsson er farinn aftur til Danmerkur. vísir/getty
Fótboltamaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson er genginn í raðir danska úrvalsdeildarfélagsins SönderjyskE frá Fleetwood á Englandi. Hann skrifaði í morgun undir tveggja og hálfs árs samning við SönderjyskE, samkvæmt heimildum Vísis.

Eggert Gunnþór fór í læknisskoðun hjá danska félaginu í morgun og skrifaði í kjölfarið undir samning til hálfs þriðja árs en eitt og hálft á er síðan hann fór frá Danmörku til Englands þegar hann var leikmaður Vestsjælland.

Austfirðingurinn, sem á 19 landsleiki að baki fyrir íslenska landsliðinu, var dottinn úr liðinu hjá Fleetwood og vildi því komast annað áður en félagskiptanum verður lokað á miðnætti á morgun. Hann hefur spilað eina mínútu fyrir Fleetwood í síðustu 13 deildarleikjum.

Eggert Gunnþór hefur verið í atvinnumennsku frá árinu 2005 og spilað með Hearts, Úlfunum, Charlton, Belenenses, Vestsjælland og nú síðast Fleetwood.

SönderjyskE er í sjötta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar eftir 21 umferð með 30 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×