Innlent

Eggert birtir tölvupóst frá lögreglustjóra

Jakob Bjarnar skrifar
Eggert hefur birt tölvupóst frá lögreglustjóra þar sem Sigríður Björk segist ekki hafa gert ráð fyrir því að hafa verið í upptöku í samtali við fréttamann RUV.
Eggert hefur birt tölvupóst frá lögreglustjóra þar sem Sigríður Björk segist ekki hafa gert ráð fyrir því að hafa verið í upptöku í samtali við fréttamann RUV.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri í Reykjavík, var fullviss um að haft yrði eftir henni í óbeinni ræðu og var steinhissa þegar hún heyrði viðtal við sig flutt af bandi í útvarpsfréttum RUV 22. nóvember 2014.

Þetta kemur fram í tölvupósti frá lögreglustjóra, sem Eggert Skúlason, ritstjóri DV, birti nú rétt í þessu á Facebooksíðu sinni.

Vísir hefur fjallað um ágreining milli Eggerts og Sunnu Valgerðardóttur, fyrrverandi fréttamanni á RÚV, nú á Kjarnanum; Eggert hefur sakað Sunnu um að hafa birt viðtalið að Sigríði Björk forspurðri en Sunna hefur vísað því á bug.

Eggert telur svör lögreglustjóra staðfesta allt sem hann sagði í umdeildum leiðara fyrir skömmu og sendir andskotum sínum á Facebook glósu með mynd sem hann birtir af tölvupósti sínum:

„Fékk svar frá lögreglustjóra áðan vegna þeirrar hörkudeilu sem staðið hefur um leiðara sem ég skrifaði í DV. Birti skjáskot af tölvupóstinum svo maður sé ekki vændur um frekari ósannindi og bull, eins og starfsmenn RÚV hafa marg oft sagt í þessari umræðu. Yfir til þín Sunna og Jakob Bjarnar Grétarsson og aðrir sem hafa verið orðljótir í þessari umræðu og svo öll þið hin sem hafið skvett úr skálum reiði ykkar.“

Umrætt útvarpsviðtal er svo að finna hér.

Hér er umræddur tölvupóstur lögreglustjóra til Eggerts Skúlasonar.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×