Skoðun

Ég vil einstakling sem hlustar. Jón Atla sem rektor HÍ

Anna Sigríður Ólafsdóttir og skrifa
Ástæðan fyrir því að ég treysti Jóni Atla fyrir mínu atkvæði er að hann er svo ótrúlega góður í því að hlusta á ólíkar raddir. Háskóli Íslands er samsettur vinnustaður akademískra starfsmanna, stúdenta, stjórnsýslu og fjölda annarra einstaklinga, t.a.m. stundarkennara sem því miður fá í dag ekki að kjósa í rektorskosningum.

Á slíkum vinnustað er afskaplega mikilvægt að vera góður hlustandi og það sem kom mér mest á óvart þegar ég kynntist Jóni Atla fyrst var hversu opinn hann var fyrir öðrum sjónarmiðum og tilbúinn að ræða þau og greina. Þetta gerir hann líka þegar hann hittir nemendur og fyrir vikið nær hann saman þessum ólíku röddum. Allt gerir hann þetta af einstakri yfirvegun og rósemi. Hann skilur ólíkar þarfir og sér heildarmyndina fljótt og örugglega.

Þetta er afskaplega mikilvægur eiginleiki hjá stjórnanda, ekki síður en ótvíræð akademísk geta og kennslureynsla Jóns Atla, sem mikið hefur verið rætt um. En Háskóli Íslands á líka að vera heilsueflandi samfélag og ég vil sterkari fjölskyldustefnu. Þar veit ég að Jón Atli hlustar og langar til að gera góða hluti. Þess vegna fær hann mitt atkvæði.

Anna Sigríður Ólafsdóttir, dósent við Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild




Skoðun

Skoðun

Er þetta eðli­legt?

Guðrún Árnadóttir,Guðrún Tara Sveinsdóttir,Hekla Kollmar,Þorgerður Jörundsdóttir skrifar

Sjá meira


×