Fótbolti

Ég er kominn heim sungið á Stade de France

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tíu þúsund stuðningsmenn á Stade de France.
Tíu þúsund stuðningsmenn á Stade de France. Vísir/Vilhelm
Tíu þúsund stuðningsmenn frá Íslandi tóku vel undir þegar Ég er kominn heim var spilað um hálftíma fyrir viðureign okkar manna gegn Austurríki á Stade de France í dag.

Íslenska stuðningsfólkið hefur málað stúkuna bláa á Stade de France og líklega hafa aldrei verið fleiri Íslendingar á kappleik á erlendum vettvangi.

Íslenski stuðningsmennirnir hafa fengið mikið hrós fyrir frammistöðu sína á Evrópumótinu og hafa unnið hug og hjörtu Evrópu alveg eins og strákarnir í liðinu.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, er á vellinum og tók meðfylgjandi myndir af stuðningsmönnum á meðan liðinu hituðu upp.

 

Blár er liturinn í dag.Vísir/Vilhelm
Áfram Ísland!Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×