Enski boltinn

Ég er hungraður í árangur

Wenger var að vonum ánægður með að enda tímabilið með bikarmeistaratitli.
Wenger var að vonum ánægður með að enda tímabilið með bikarmeistaratitli. vísir/getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var að vinna sinn sjötta bikarmeistaratitil með Arsenal. Wenger sagði eftir leikinn að sigurinn væri kærkominn eftir erfitt tímabil.

"Við sýndum í dag að við erum með gott lið. Við erum mjög ánægðir. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu erum við mjög ánægðir með að enda á þessum nótum," sagði Wenger sem nú hefur unnið jafnmarga bikarmeistaratitla og George Ramsay.

Aðspurður um það hvort hann verði hjá Arsenal í mörg ár í viðbót hafði hann þetta að segja; "Ég veit það ekki og það er erfitt að segja. Ég á tvö ár eftir af mínum samningi og ég mun setjast niður með mínum yfirmönnum og sjá hve mikið traust þeir bera til mín. Ég er hungraður í árangur," sagði Wenger.

Theo Walcott: Trú því að við getum unnið deildina næst

Theo Walcott átti mjög góðan leik fyrir Arsenal í dag þegar liðið vann Aston Villa sannfærandi í úrslitum enska bikarsins, 4-0. Hann skoraði fyrsta markið og var síógnandi með hraða sínum. Walcott segir að næsta markmið Arsenal sé að vinna ensku úrvalsdeildina.

"Ég hef verið hjá félaginu í langan tíma og þetta er besti hópur sem ég hef verið hluti af. Við ættum að vera búnir að vinna fleiri titla. En ég hef trú því að við getum unnið deildina næst," sagði Walcott og hrósaði Alexis Sanchez fyrir hans frammistöðu í vetur.

"Ég hef ekki spilað marga leiki með honum [vegna meiðsla] en þegar ég er að vellinum með honum, þá höfum við náð vel saman. Hann er mjög hæfileikaríkur leikmaður," sagði Walcott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×