Innlent

Ég er ennþá nötrandi hrædd eftir skothríðina

Kristján Már Unnarsson skrifar
Aldrei fyrr á Íslandi hefur það gerst að maður hafi látið lífið í skotbardaga við lögreglu. Byssumaður sem hóf skothríð úr haglabyssu í Árbæjarhverfi í nótt skaut ítrekað að lögreglu og hæfði sérsveitarmann í höfuð áður en hann var sjálfur særður til ólífis.

Það fyrsta sem mætti kvikmyndatökumanni Stöðvar 2 í Árbæjarhverfinu í nótt voru hlaupandi lögreglumenn sem vöruðu við hættunni og skipuðu honum brott. Á ferli sáust brynvarðir sérsveitarmenn, vopnaðir hríðskotarifflum. Vettvangurinn var Árbæjarhverfi í Reykjavík, fjölbýlishús að Hraunbæ 20, íbúð á annarri hæð, og var stórum hluta hverfisins lokað. Í fréttum Stöðar 2 í kvöld lýstu íbúar í næstu stigagöngum því sem gekk á:

„Ég hafði heyrt eins og sprengingu,“ sagði Oddný Vestmann. „Ég hélt að þetta væri flugeldur eða eitthvað, datt alls ekki í hug í hug byssa. En fljótlega svona kannski upp úr hálf sex hófst má eiginlega segja að hér hafi bara upphafist skothríð.“

-Varstu hrædd?

„Já, ég varð hrædd. Ég bara viðurkenni það fúslega. Og ég er ennþá hrædd. Ég er ennþá nötrandi inni í mér,“ sagði Oddný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×