Innlent

Eftirlýstur karlmaður handtekinn eftir að hafa verið með læti á slysadeild

Birgir Olgeirsson skrifar
Mennirnir verða báðir yfirheyrðir í dag.
Mennirnir verða báðir yfirheyrðir í dag. Vísir/Hari
Óskað var eftir aðstoð lögreglu á slysadeild Landspítalans rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi vegna karlmanns sem var þar með læti. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en þar segir að við frekari athugun hafi komið í ljós að viðkomandi var eftirlýstur af lögreglu.

Hann var handtekinn og færður í fangageymslu en hann verður yfirheyrður í dag.

Um klukkan þrjú í nótt barst lögreglunni tilkynning um mann í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur. Var um að ræða karlmann sem var ofurölvi en hann hafði skemmt að minnsta kosti eina bifreið. Lögregla segir manninn ekki hafa geta gert grein fyrir sér og var hann því handtekinn og vistaður í fangageymslu og bíður hans yfirheyrsla í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×