Viðskipti innlent

Eftirlíkingum í ráðhúsinu verður eytt eftir mánaðamót

Húsgögnin eru enn í ráðhúsinu. Þeim verður eytt í byrjun maí.
Húsgögnin eru enn í ráðhúsinu. Þeim verður eytt í byrjun maí.
Reykjavíkurborg hyggst farga eftirlíkingum af Le Corbusier-húsgögnum sem eru í Ráðhúsi Reykjavíkur í byrjun næsta mánaðar. Þetta staðfestir Kristbjörg Stephensen borgarlögmaður í samtali við Vísi.



Sjá einnig: Borgin keypti fölsuð húsgögn í góðri trú

Húsgögnin komust í hámæli í lok síðasta árs þegar greint var frá því að Cassina, leyfishafi hönnunar Le Corbusier, hefði krafið Reykjavíkurborg um háar skaðabætur vegna eftirlíkinganna. Um er að ræða stóla og sófa sem taka alls um 50 manns í sæti og voru keypt þegar ráðhúsið opnaði árið 1992.



Sjá einnig: Eftirlíkingar í ráðhúsinu gætu kostað borgina yfir 100 milljónir

Ekki er búið að taka ákvörðun um hvað kemur í stað húsgagnanna en Kristbjörg segir að þar að kemur verði þau endurnýjuð í samræmi við innkaupareglur Reykjavíkurborgar.

Skúli Rósantsson, eigandi Casa, söluaðila Cassina á Íslandi, segist sáttur við viðbrögð Reykjavíkurborgar í málinu.vísir/skjáskot
Öðrum víti til varnaðar

„Þeir hafa brugðist hárrétt við þessu og þetta verður vonandi öðrum víti til varnaðar,“ segir Skúli Rósantsson, eigandi Casa, söluaðila Cassina á Íslandi. „Þeir sjá það alveg að þetta er ekki eins og þetta á að vera. Þeir eiga ekki að vera með kóperingar í ráðhúsinu. Cassina eru ákaflega sáttir við þá niðurstöðu og viðbrögð borgarinnar í þessu máli,“ bætti Skúli við.

Sjá einnig: Mikil viðbrögð vegna húsgagna

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði á sínum tíma að margir hefðu haft samband við hann falast eftir því að fá húsgögnin til sín. „Manni svíður það að þurfa að farga heilum húsgögnum,“ sagði Dagur en bætti við að ekki væri hægt að verða við slíkum ábendingum vegna höfundarréttar enda kom á daginn að Cassina sagði að ekki kæmi annað til greina en að húsgögnunum yrði eytt.


Tengdar fréttir

Eftirlíkingunum verður fargað

Söluaðilaðili ítalska húsgangaframleiðandans Cassina segir að ólöglegar eftirlíkingar af húsgögnum í Ráðhúsinu hafi uppgötvast fyrir tilviljun í apríl.

Förguðu eftirlíkingum af Egginu

Rúmlega fimmtíu stykkjum af húsgögnum var fargað fyrr í vikunni en þar reyndir eftirlíkingar á ferð sem komu til landsins árið 2011.

Mikil viðbrögð vegna húsgagna

Reykavíkurborg mun farga fjölda falsaðra sófa og hægindastóla. Margir hafa haft samband við borgina og falast eftir húsgögnunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×