Eftirfylgni me­ pillunni vantar

 
Innlent
21:15 09. JAN┌AR 2016

Árlega koma upp hér á landi tilvik um blóðtappa sem hægt er rekja til getnaðarvarnar-pillunnar. Læknir segir vanta eftirfylgni þegar skrifað er upp á pilluna, sérstaklega þegar konur eru mjög ungar þegar þær byrja á henni. 

Fyrr í vikunni sagði Áróra Owen frá því að hún hafi greinst blóðtappa í læri sem læknar sögðu hægt að rekja beint til notkunar getnaðarvarnarpillunnar, sem hún hafði verið á í yfir tíu ár. Fleiri konur stigu í kjölfarið fram í Fréttablaðinu og höfðu svipaða sögu að segja.

Vilhjálmur Ari Arason, læknir, segir lækna bera mikla ábyrgð í þessu sambandi. Mikilvægt sé að ættar og sjúkrasaga sé könnuð mjög vel áður en skrifað sé upp á getnaðarvarnarpilluna. Margar konur byrja ungar á pillunni og eru jafnvel á henni í fleiri ár án þess að áhættuþættir séu endurmetnir. 

„Þetta er svona kannski ákveðið vandamál í heilsugæslunni. Það er mikið álag og mikið af endurnýjun í gegnum síma og tölvuna. Þar held ég að það hafi orðið misbrestur á, að konum finnist bara sjálfsagt að geta endurnýjað þennan lyfseðil í gegnum síma á ársfresti. Þarna getur margt breyst og þarna er brotalöm,“ segir Vilhjálmur.

Í raun eigi að fara yfir málin með lækni í hvert skipti sem lyfseðill klárast, sem er á um það bil ársfresti.

„Maður hefur haft það á tilfinningunni að konur hafi svona almennt litið á þetta sem mjög saklausa meðferð, sérstaklega yngri konur. Svo hefur heilsugæslan ekki verið í stakk búin til að fylgja þessu eftir, hvorki með fræðslu né tímaframboði,“ segir Vilhjálmur.Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • Sport
  • Vi­skipti
  • LÝfi­
ForsÝ­a / FrÚttir / Innlent / Eftirfylgni me­ pillunni vantar
Fara efst