Innlent

Eftirfarandi vegir verða lokaðir í dag

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Ekkert ferðaveður verður á landinu öllu og má gera ráð fyrir því að færð spillist mjög víða í dag.

Reiknað er með snjókomu á Hellisheiði og Mosfellsheiði. Kóf og versnandi skyggni á milli kl. 8 og 9. Eins á Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. Á Kjalarnesi gæti skafrenningur orðið til vandkvæða fyrir hádegi.

Þá hvessir austur undir Eyjafjöllum og í Mýrdal um og upp úr kl. 11 og fljótlega verða hviður þar allt að 40-50 metra á sekúndu í austur áttinni. Útlit er fyrir að versni á Reykjanesbraut upp úr kl. 13 og þar verði vindur í allt að 25 metra á sekúndu, með hviðum allt að 35-40 metra á sekúndu samfara krapa og vatnsaga. Á Holtavöruheiði og Bröttubrekku gerir síðan hríðarveður um miðjan dag.

Vegagerðin hefur í ljósi þessara upplýsinga tilkynnt að búast megi við lokunum á eftirfarandi vegum á þeim tíma sem gefnir eru upp:

09:00 – 18.00 Eyjaföll og Hellisheiði.

11:00 – 18:00 Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði.

12:00 – 17:00 Reykjanesbraut.

12:00 – 18:00 Kjalarnes og Hafnarfjall.

15:00 – 21:00 Holtavörðuheiði og Brattabrekku.

16:00 og fram á kvöld Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Fjarðarheiði, Fagridalur og Oddsskarð. 

Sjá einnig: Ekkert ferðaveður á morgun




Fleiri fréttir

Sjá meira


×