Innlent

EFTA-dómstóllinn: Fimm dómar kveðnir upp gegn Íslandi

Atli Ísleifsson skrifar
Dómar féllu vegna brota varðandi innleiðingu á fimm gerðum.
Dómar féllu vegna brota varðandi innleiðingu á fimm gerðum. Vísir/Ernir
EFTA dómstóllinn kvað í morgun upp fimm dóma gegn Íslandi í samningsbrotamálum vegna brota á EES samningnum. Íslenska ríkið þarf að greiða málskostnað í öllum málunum.

Dómar féllu vegna brota varðandi innleiðingu á eftirfarandi gerðum:

  • Tilskipun 2009/125/EB um ramma til að setja fram kröfur varðandi visthönnun að því er varðar orkutengdar vörur
  • Tilskipun 2011/7 um greiðsludrátt í verslunarviðskiptum
  • Tilskipun 2004/113/EB um beitingu meginreglunnar um jafna meðferð karla og kvenna að því er varðar aðgang að og afhendingu á vörum og þjónustu.
  • Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/48/EB, frá 18. júní 2009, um öryggi leikfanga
  • Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1007/2011 frá 27. september 2011 um heiti textíltrefja og viðkomandi merkimiða og merkingar varðandi trefjasamsetningu textílvara
Málin voru höfðuð af Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og er það síðasta stigið í meðferð samningsbrotamáls gagnvart EFTA ríki. Ríkjunum hefur þá á fyrri stigum verið kynnt álit ESA og þau fengið tækifæri til að færa fram sín rök sem og að ljúka málunum með því að gera viðeigandi ráðstafanir innan tilskilinna fresta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×