Sport

Efnilegasta hnefaleikakona heims orðin atvinnumaður

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Claressa Shields með verðlaunin sín í Ríó.
Claressa Shields með verðlaunin sín í Ríó. vísir/getty
Það hafa margir séð magnaða heimildarmynd um hnefaleikakonuna Claressu Shields sem vann gull á ÓL í London árið 2012 er hún var enn í menntaskóla. Það voru fyrstu leikarnir þar sem konur kepptu í hnefaleikum.

Hún fylgdi gullinu í London eftir með því að vinna gull í Ríó í sumar. Þar hafði hún mikla yfirburði.

Nú hefur hún ákveðið að segja skilið við áhugamennskuna og hefja feril sem atvinnumaður.

Shileds, 21 árs, mun berjast í fyrsta skipti þann 19. nóvember í Las Vegas. Ekki liggur fyrir hver andstæðingur hennar verður.

Hnefaleikar kvenna hafa ekki verið vinsælir hingað til en vonir standa til þess að Shields muni gera íþróttina mjög vinsæla. Hún á að gera fyrir kvennahnefaleika það sem Ronda Rousey gerði fyrir konur í MMA.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×