Lífið

Efna til útgáfutónleika í ungbarnasundlaug

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Hljómsveitin Munstur efnir til útgáfutónleika annað kvöld.
Hljómsveitin Munstur efnir til útgáfutónleika annað kvöld. Vísir/AndriMarinó
Hljómsveitin Munstur efnir til útgáfutónleika og fagnar útgáfu EP plötu sinnar, Intro EP sem kom út í nóvember.

„Við höfum verið að spila úti um allan bæ síðan platan kom út en áttum eftir að fagna því formlega og fundum loksins tíma,“ segir Kristinn Arnar Sigurðsson, gítarleikari og söngvari hljómsveitarinnar.

Útgáfutónleikana heldur sveitin á fremur óvenjulegum stað, í ungbarnasundlaug, en Kristinn segir þá félaga þó ekki spila ofan í lauginni enda sé það áhættusamt með rafmagnstæki sem óhjákvæmilega fylgja tónleikahaldi.

„Atli gítarleikari var þarna í ungbarnasundi sem barn og stakk upp á þessu,“ segir Kristinn spurður að því hvernig þeim datt ungbarnasundlaug í hug. Í Munstri eru auk Kristins þeir Atli Arnarson, Jökull Smári Jakobsson og Stefán Ragnar Sandholt.

Tónleikarnir verða í ungbarnasundlauginni Skálatúnslaug í Mosfellsbæ og hefjast klukkan átta annað kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×