Innlent

Efla rannsóknir og kennslu í fjarskiptaverkfræði

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá undirritun samningsins í dag.
Frá undirritun samningsins í dag. mynd/háskóli íslands
Háskóli Íslands og Síminn hafa undirritað samstarfssamning til þriggja ára um að efla rannsóknir og kennslu á sviði fjarskiptaverkfræði. Síminn mun styrkja HÍ til að auka námsframboð á sviði fjarskiptagreina og efla rannsóknir hér á landi og í alþjóðlegu samstarfi á því sviði.

Í tilkynningu frá Háskólanum kemur fram að skólinn og Síminn hafi unnið saman um áratuga skeið. Búið er að ráða Sæmund E. Þorsteinsson fjarskiptafræðing til að stýra kennslu í fjarskiptaverkfræði og byggja upp rannsóknarstarf á sviði fjarskipta.

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að skólann leggja áherslu á öflugt samstarf við atvinnulífið og vinna að því að auka námsframboð sitt á sviði rafmagns-og tölvuverkfræði þar sem fjarskipti séu mikilvægt svið.

 

Undir þetta tekur Kristinn Andersen, deildarforseti rafmagns-og tölvuverkfræðideildar HÍ.

Fjarskiptaverkfræði er mikilvæg grein, sem er í örri þróun og ryður sér brautir inn á æ fleiri svið í nútímasamfélagi okkar. Samstarfið við Símann er mikilvægur liður í að efla rannsóknir okkar og kennslu á sviði fjarskipta, sem eru vaxandi og áhugaverður vettvangur fyrir verkfræðinga framtíðarinnar, jafnt hérlendis sem erlendis.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×