Viðskipti innlent

Efast um að rétt hafi verið að stofna Arion banka

Una Sighvatsdóttir skrifar
Vigdís Hauksdóttir er formaður Fjárlaganefndar
Vigdís Hauksdóttir er formaður Fjárlaganefndar
Fulltrúar Fjármálaeftirlitsins og síðar einnig fjármálaráðuneytisins sátu fyrir svörum á fundi Fjárlaganefndar Alþingis í dag, en tilefnið er misvísandi skýringar þeirra á því hver bæri ábyrgð á tveggja og hálfs milljarðar króna vaxtakostnaði sem féll á ríkissjóð við stofnun og endurfjármögnun Arion banka árið 2008.

Formaður fjárlaganefndar lagði sex skriflegar spurningar voru lagðar fyrir fulltrúa FME varðandi fjármögnunina á bankanum og það hvernig ríkið hafi getað varið sína hagsmuni í ferlinu. Fátt var hinsvegar um svör á staðnum, en FME hefur nú 12 daga til að svara skriflega.

Vigdís Hauksdóttir segir það undarlegt að ríkið hafi gefið eftir 2500 milljónir króna á kostnað skattgreiðenda til stofnunar Arion banka, á kostnað skattgreiðenda. Ekki síst þar sem fundargerðir þaðan sem ákvarðanirnar voru teknar, séu horfnar. Fjárlaganefnd beri að hafa eftirlit með því að framkvæmdavaldið fari vel með ríkisfé. Hún hefur því farið fram á að fá afhent hluthafasamkomulag milli ríkisins og slitabús Kaupþings.

„Þetta hefur aldrei verið skoðað. Endurreisn bankanna, hin síðari einkavæðing, sem fór fram á síðastasta kjörtímabili. Við erum einfaldlega að reyn að átta okkur á því hvað gerðist og hvað það kostaði íslenskt þjóðarbú."

Ertu þeirrar skoðunar að Kaupþing hefði betur farið í þrot og það hafi verið rangt að reisa Arion banka á þeim grunni?

„Miðað við það sem ég hef séð þá var arion nýstofnaður ekki með nógu stór eiginfjárhlutfall þannig að það var gripið til ýmissa ráðstafana af ríkisins hálfu sem ég er efins um að hafi verið rétt ákvörðun en þessari spurning get ég svarað betur þegar ég er búin að sjá stofnhlutafjársamninginn milli Kaupskila og ríkisins.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×