Lífið

Ef Tommy Boy hefði verið hádramatísk

Stefán Árni Pálsson skrifar
Chris Farley og David Spade fóru á kostum.
Chris Farley og David Spade fóru á kostum. vísir
Árið 1995 kom út gamanmyndin Tommy Boy með þeim Chris Farley og David Spade. Myndin sló rækilega í gegn og er fyrir löngu orðin algjör klassík. David Spade hélt leiklistarferli sínum áfram og gekk nokkuð vel hjá honum næsta áratuginn.

Farley lést úr of stórum skammti eiturlyfja árið 1997, þá 33 ára gamall. Myndin er sprenghlægileg enda er Chris Farley einn vinsælasti leikarinn í sögu þáttanna Saturday Night Life og þótti mjög fyndinn maður.

Vefsíðan Mashable hefur nú klippt saman stiklu sem sýnir hvernig Tommy hefði verið sem hádramatísk mynd um mann sem reynir að bjarga fyrirtæki föður síns. Hér að neðan má sjá stikluna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×