Enski boltinn

Eder vonast eftir hjálp frá Gylfa og nýju samherjunum hjá Swansea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eder.
Eder. Vísir/Getty
Enska úrvalsdeildarfélagið Swansea City keypti í dag portúgalska framherjann Eder frá Braga en kaupverðið var ekki gefið upp. Eder fær vonandi eitthvað af stoðsendingum frá íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni á komandi tímabili.

Eder er 27 ára gamall og skoraði tíu mörk í portúgölsku deildinni fyrir Braga á síðasta tímabili. Eder er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við Swansea City.

„Ég er mjög ánægður með að vera búinn að semja við Swansea. Þetta er stór klúbbur og ég tel að ég geti vaxið sem fótboltamaður hér," sagði Eder í viðtali við heimasíðu Swansea. Eder er fæddur í Gínea-Bissá en flutti ungur að árum til Portúgal.

„Það verður stórt skref fyrir mig að fara að spila í ensku úrvalsdeildinni en ég hef spilað í Evrópukeppni og fyrir landsliðið. Ég hef því reynslu að mismundandi stigum leiksins," sagði Eder sem biðlar til Gylfa og annarra liðsfélaga.

„Vonandi geta samherjar mínir hjálpað mér að aðlagast og koma mér sem fyrst fyrir hjá félaginu. Ég get ekki beðið að hitta þá alla þegar undirbúningstímabilið byrjar," sagði Eder.

Eder mun berjast um framherjastöðurnar við þá Bafétimbi Gomis og Frakkann André Ayew sem Swansea City fékk til sín fyrr í sumar á frjálsri sögu en hann hafði áður spilað með Marseille.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×