Viðskipti innlent

EDDA kaupir fjórðungshlut í Domino´s á Íslandi

ingvar haraldsson skrifar
Birgir Örn Birgisson framkvæmdastjóri Domino‘s á Íslandi, Hannes Frímann Hrólfsson forstjóri Virðingar og Baldur Már Helgason sjóðsstjóri framtakssjóða Virðingar.
Birgir Örn Birgisson framkvæmdastjóri Domino‘s á Íslandi, Hannes Frímann Hrólfsson forstjóri Virðingar og Baldur Már Helgason sjóðsstjóri framtakssjóða Virðingar. mynd/domino´s
Framtakssjóðurinn EDDA hefur keypt fjórðungshlut í Pizza-Pizza ehf. sem rekur pítsastaði Domino‘s á Íslandi.

EDDA er rekinn af verðbréfafyrirtækinu Virðingu. Hluthafar í EDDU eru rúmlega 30, lífeyrissjóðir og aðrir fagfjárfestar. Fjárfestingastefna EDDU kveður á um að fjárfesta í óskráðum félögum með trausta rekstrarsögu og á sjóðurinn m.a. 40% hlut í Securitas.

Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins og sérleyfisveitanda Domino´s.

Aðrir eigendur Pizza-Pizza ehf. eru Birgir Þ. Bieltvedt stjórnarformaður félagsins og eiginkona hans Eygló Björk Kjartansdóttir, sem einnig situr í stjórn Pizza-Pizza ehf., Högni Sigurðsson, Birgir Ö. Birgisson framkvæmdastjóri og nokkrir aðrir lykilstjórnendur Domino‘s á Íslandi.

Domino‘s á Íslandi á meirihluta í Domino‘s í Noregi en þrír staðir hafa verið opnaðir þar landi í samstarfi við norska meðeigendur að undanförnu.  Aðkoma EDDU verður m.a. nýtt til að fjármagna frekari vöxt í Noregi auk þess að undirbúa opnun Domino‘s staða í Svíþjóð en félagið er einnig með sérleyfi fyrir Domino‘s í Svíþjóð segir í tilkynningu frá Domino´s.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×