Lífið

Ed Sheeran þekkti ekki besta vin sinn í beinni

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Ed Sheeran var ekki alveg með á nótunum, svona fyrst um sinn.
Ed Sheeran var ekki alveg með á nótunum, svona fyrst um sinn. Vísir/Skjáskot
Söngvarinn Ed Sheeran lenti í heldur betur skondinni uppákomu, þar sem hann var gestur í þættinum The Graham Norton Show.

Æskuvinur Sheeran birtist í hluta þáttarins, sem nefndur er eftir rauða stólnum. Þar þurfa gestir þáttarins að átta sig á því hver situr í hinum umrædda rauða stól.

Það tók Sheeran dágóða stund að átta sig á því að sá sem sat í rauða stólnum væri í raun einn af hans bestu vinum frá því í æsku.

Það var ekki fyrr en hann komst að því að þeir hefðu verið í sama skóla, sem að Sheeran spurði hann hvort að þeir hefðu þekkst. Sheeran kenndi eigin nærsýni um vandræðin.

Sannkallaðir fagnaðarfundir urðu þá með þeim félögum í þessu stórkostlega myndbandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×