Tónlist

Ed Sheeran sprengir alla skala

Ed Sheeran er aldeilis að gera góða hluti.
Ed Sheeran er aldeilis að gera góða hluti. Vísir/Getty
Nýjasta plata Ed Sheeran, X, hefur slegið við plötu Daft Punk, Random Access Memories, sem mest sótta platan á einni viku á tónlistarveitunni, Spotify.

Í fyrstu vikunni var plötunni streymt um 6.248.130 sinnum í Bretlandi en plata Daft Punk, sem átti metið og var streymt um 6.181.583 sinnum.
 
Á heimsvísu hefur platan einnig slegið met hvað varðar streymi því fyrstu vikuna var henni streymt 23.792.476 sinnum og skákaði þar fyrrum methafa, Eminem, en nýjustu plötu hans, The Marshall Mathers LP 2 var streymt 22.780.154 sinnum fyrstu vikuna.

Í síðustu viku sló nýjasta plata Ed Sheeran einnig hraðamet í sölu á einni viku í Bretlandi en platan seldist í 182.000 eintökum í vikunni, í um 14.000 fleiri eintökum en fyrrum methafinn, plata Coldplay, Ghost Stories.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×