Lífið

Ed Sheeran dregur sig í hlé: „Sá heiminn ekki með eigin augum“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Tónlistarmaðurinn geðþekki ætlar að ferðast um heiminn og hætta að nota síma og samfélagsmiðla
Tónlistarmaðurinn geðþekki ætlar að ferðast um heiminn og hætta að nota síma og samfélagsmiðla Vísir/Getty
Tónlistarmaðurinn geðþekki, Ed Sheeran, tilkynnti fyrr í dag á Instragram að hann ætli sér að draga sig í hlé á næstu mánuðum, hætta að nota síma og svara tölvupóstum. Jafnvel ætli hann sér að ferðast um heiminn áður en þriðja platan hans kemur út.

„Ég hef skemmt mér ótrúlega vel undanfarin fimm ár en ég hef áttað mig á því að ég hef ekki séð heiminn með eigin augum, heldur í gegnum skjá. Ég mun því nýta tækifærið sem ég hef núna til þess að ferðast og sjá allt það sem ég hef saknað.“

Árið hefur gengið vel hjá tónlistarmanninum en samkvæmt upplýsingum frá Spotify hlustuðu 59 milljónir hlustenda á lög Sheeran á þessu ári.

Aðdáendur Sheeran geta þó andað léttar, hann segist alla að snúa aftur næsta haust með þriðju plötu sína sem er að hans eigin sögn það besta sem hann hefur gert.

Kveðjupóst Sheeran má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

 

Please read x

A photo posted by @teddysphotos on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×