Erlent

Ebólusmituð kærir spítalann

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Nina Pham var sú fyrsta vestanhafs sem greindist með ebólu. Hún segir spítalann ekki hafa verið í stakk búinn til að meðhöndla veiruna.
Nina Pham var sú fyrsta vestanhafs sem greindist með ebólu. Hún segir spítalann ekki hafa verið í stakk búinn til að meðhöndla veiruna. vísir/ap
Bandarísk hjúkrunarkona sem smitaðist af ebólu á Dallas-sjúkrahúsinu í Bandaríkjunum ætlar að kæra spítalann. Hún segir spítalann hvorki hafa veitt starfsfólki þjálfun til að meðhöndla ebólu né hafa útvegað því hlífðarbúnað.

Hjúkrunarkonan, Nina Pham, var sú fyrsta vestanhafs sem greindist með veiruna. Hún sýkist eftir að hafa annast Thomas Eric Duncan, Bandaríkjamann sem sýktist í Líberíu.

Spítalinn segist í yfirlýsingu vona að hægt verði að ná sáttum. Hún hafi sýnt mikið hugrekki við störf sín og henni óskað alls hins besta.

Pham veiktist í október á síðasta ári. Hún er laus við veiruna en er enn að jafna sig eftir veikindin.


Tengdar fréttir

Læknaðar af ebólu

Tveir bandarískir hjúkrunarfræðingar sem veiktust af ebólu-veirunni meðan þær önnuðust sjúkling í Dallas hafa nú verið læknaðar af sjúkdómnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×