Erlent

Ebólufaraldurinn sá mannskæðasti í sögunni

Þorbjörn Þórðarson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
„Ebólufaraldurinn breiðist hraðar út en við ráðum við,“ segir Margaret Chan, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í samtali við breska ríkisútvarpið.

Ebólan hefur lagt 729 af velli í fjórum ríkjum í Vestur-Afríku frá því í febrúar á þessu ári og segir Chan að takist ekki að halda faraldrinum í skefjum gætu afleiðingarnar orðið skelfilegar.

Chan fundaði með leiðtogum þeirra ríkja sem hafa orðið hvað verst úti í faraldrinum – Gíneu, Líberíu og Sierra Leone og mun WHO leggja til 100 milljónir dollara í baráttuna gegn þessum skæðasta sjúkdómi sögunnar og verða 150 heilbrigðisstarfsmenn á þeirra vegum sendir út til Vestur-Afríku á næstu vikum.




Tengdar fréttir

Ebóla berst til Nígeríu

Stjórnvöld í Nígeríu hafa staðfest að líberskur maður hefði látist úr Ebóluveiru þar í landi, fjölmennasta ríki í Afríku.

Hætta ferðamanna á smiti hverfandi

Ekkert lát er á sýkingahrinunni af völdum ebólaveiru sem hófst í Gíneu í byrjun febrúar á þessu ári, að því er fram kemur á vef Landlæknisembættisins.

Tveir Bandaríkjamenn greinast með Ebóla

Fjölmargir læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn sem vinna að meðhöndlun ebólufaraldursins í Vestur-Afríku hafa greinst með veiruna.

Ebólasmitaður maður til Bandaríkjanna

Sjúkrahús í Atlanta í Bandaríkjunum býr sig nú undir að taka á móti bandarískum hjálparstarfsmanni sem smitaðist af hinnum banvæna ebóla-vírusi í Vestur-Afríku.

Bretar óttast ebólufaraldur

Ebólaveira er alvarleg ógn við Bretland að sögn Philip Hammond, utanríkisráðherra landsins.

Bandaríkjamenn óttast ebólu

Bandarískur hjálparstarfsmaður, sýktur af ebólaveiru, verður fluttur á sjúkrahús í Atlanta í Bandaríkjunum á næstu dögum. Bandaríkjamenn óttast að veiran muni berast þangað, en í ár hefur veiran lagt rúmlega sjö hundruð manns af velli.

Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir

Yfirvöld í Nígeríu hafa lýst yfir hæsta viðbúnaðarstigi eftir að karlmaður frá Líberíu lést úr ebólu þar í landi í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×