Sport

Eaton lítur úr eins og ofurhetja með nýja íshattinn sinn | Myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ashton Eaton með íshattinn sinn.
Ashton Eaton með íshattinn sinn. Vísir/Getty
Bandaríski tugþrautarkappinn Ashton Eaton er í fyrsta sæti eftir þrjár fyrstu greinar tugþrautarinnar á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Peking.

Ashton Eaton fékk 2830 stig fyrir frammistöðu sína í 100 metra hlaupi (1040 stig), langstökki (1030 stig) og kúluvarpi (760 stig) og hefur 83 stiga forskot á Kanadamanninn Damian Warner.

Ashton Eaton er ríkjandi Heims- og Ólympíumeistari og á heimsmetið í tugþrautinni en hann náði í 9039 stig árið 2012.

Það er mjög heitt í Fuglahreiðrinu í Peking í dag en Ashton Eaton hefur fengið hjálp frá Nike til að kæla sig niður.

Nike hefur framleitt sérstakk íshatt fyrir íþróttamenn og Ashton Eaton hefur frumsýnt hann milli greina í tugþrautarkeppninni í dag.

Íshatturinn virkar eins og kaldur svampur en Ashton Eaton hefur hjálpað Nike til að þróa þetta hjálpartæki. Það er hægt að lesa meira um hann hér.

Eitt það skemmtilegasta er þó að einn af bestu íþróttamönnum heims lítur út eins og ofurhetja þegar hann er búinn að setja upp íshattinn eins og sést vel á myndum hér fyrir neðan.

Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×