Fótbolti

Dzeko sá um Andorru | Belgar skoruðu fimm

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bosníu-menn fagna.
Bosníu-menn fagna. vísir/afp
Bosnía og Belgíu unnu örugga sigri í undankeppni EM í Frakklandi 2016. Ítalía tapaði mikilvægum stigum þegar liðið gerði jafntefli við Búlgaríu í Búlgaríu.

Edin Dzeko gerði öll þrjú mörkin fyrir Bosníu sem var að vinna sinn fyrsta leik í undankeppninni. Andorra er á botninum með markatöluna 0-18 eftir fimm leiki.

Belgía lék á alls oddi og skoraði fimm gegn Kýpur. Marouane Fellaini (2), Christian Benteke, Eden Hazard og Michy Batshuayi skoruðu mörkin fyrir Belga. Þeir eru í þriðja sætinu með átta stig, stigi á eftir Ísrael sem er í öðru sætinu.

Búlgaría og Ítalía gerðu jafntefli í H-riðli. Eder bjargaði Ítölum með jöfnunarmarki sex mínútum fyrir leikslok, en Ítalar eru í öðru sætinu með ellefu stig. Búlgaría er í fjórða sætinu með fimm stig.

Úrsiltin og markaskorara má sjá hér að neðan.

Andorra - Bosnía 0-3

0-1 Edin Dzeko (13.), 0-2 Edin Dzeko (49.), 0-3 Edin Dzeko (62.).

Belgía - Kýpur 5-0

1-0 Marouane Fellaini (21.), 2-0 Christian Benteke (35.), 3-0 Marouane Fellaini (66.), 4-0 Eden Hazard (67.), 5-0 Michy Batshuayi (80.).

Búlgaría - Ítalía 2-2

0-1 Yordan Minev (sjálfsmark - 3.), 1-1 Ivelin Popov (11.), 2-1 Ilian Micanski (17.), 2-2 Eder (84.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×