Enski boltinn

Dzeko mun skrifa undir nýjan samning

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dzeko lagði upp fyrra mark City í 2-0 sigri á Newcastle í gær.
Dzeko lagði upp fyrra mark City í 2-0 sigri á Newcastle í gær. Vísir/Getty
Manuel Pellegrini, þjálfari Manchester City, hefur staðfest að Edin Dzeko muni skrifa undir nýjan samning við félagið á næstunni.

„Þetta er ekki 100% klárt, en hann mun endurnýja samninginn. Hann er mikilvægur leikmaður fyrir okkur,“ sagði Pellegrini.

„Það er mikilvægt fyrir okkur að vera með fjóra góða framherja vegna mikils leikjaálags.“

Dzeko bætist þá í hóp Vincent Kompany, David Silva, Sergio Aguero, Samir Nasri og Aleksandar Kolarov sem hafa allir skrifað undir samning við Englandsmeistaranna á undanförnum vikum.

Dzeko kom til Manchester City frá Wolfsburg í janúar 2011 og hefur síðan þá skorað 46 mörk í 108 deildarleikjum.


Tengdar fréttir

Leikmenn City miskunnarlausir á heimavelli

Eins og lömb leidd til slátrunar er líklega orðatiltæki sem á við flesta andstæðinga Manchester City á heimavelli þeirra, Etihad-leikvanginum, í ensku úrvalsdeildinni undanfarin þrjú ár.

City hefur titilvörnina á sigri

Englandsmeistararnir í Manchester City hófu titilvörn sína á sigri á Newcastle á St. James Park. Lokatölur 0-2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×