Enski boltinn

Dzeko búinn að semja við Roma en félögin hafa ekki náð saman

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Edin Dzeko vill komast burt frá Man. City.
Edin Dzeko vill komast burt frá Man. City. vísir/getty
Edin Dzeko, framherji Manchester City, er búinn að semja um kaup og kjör við ítalska liðið Roma, samkvæmt heimildum Sky Sports.

Roma hefur þó ekki náð samkomulagi um kaupverð við enska félagið og fer Bosníumaðurinn vitaskuld ekki til Rómar fyrr en gengið hefur verið frá kaupverðinu.

Edin Dzeko var keyptur fyrir 27 milljónir punda og hefur unnið tvo Englandsmeistaratitla með félaginu. Hann skoraði 71 mark í 186 leikjum í öllum keppnum fyrir Manchester City.

Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, ýjaði að því á fréttamannafundi á dögunum að Dzeko gæti verið á förum, en Steven Jovetic er einnig að fara á láni til Inter.

Roma er nú þegar búið að ná sér í leikmann úr ensku úrvalsdeildinni, en það verður með pólska markvörðinn Wojciech Szczesny á láni frá Arsenal út tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×