Innlent

Dýrt og áætlanir myndu riðlast

kristjana björg guðbrandsdóttir skrifar
Páll Valur Björnsson hefur ekki trú á að frumvarp um breytta klukku á Íslandi nái í gegn fyrir sumarið.
Páll Valur Björnsson hefur ekki trú á að frumvarp um breytta klukku á Íslandi nái í gegn fyrir sumarið. Fréttablaðið/Hörður
Sumartími tók gildi í Evrópu á laugardagsnótt og nú er tímamunurinn á milli Íslands og meginlands Evrópu tvær klukkustundir og ein klukkustund á milli Íslands og Bretlands.

Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur ásamt þingmönnum allra flokka nema VG lagt fram þingsályktunartillögu um að breyta klukkunni á Íslandi – að henni verði seinkað um eina klukkustund. Þannig verði hægt að fækka myrkum morgnum til muna.

Páll Valur segist hafar þá tilfinningu að frumvarpið verði ekki tekið til efnislegrar umræðu á vorþingi.

„Það er mikill áhugi á þessu í samfélaginu en fæst ekki rætt á þingi,“ segir Páll Valur sem vonast eftir efnislegri umræðu.

Nokkrir hafa lagst gegn fyrirhugaðri breytingu á klukkunni, þeirra á meðal Icelandair.

Í umsögn flugfélagins um frumvarpið segir að nái þingsályktunartillagan fram að ganga muni afgreiðslutímar á flugleiðum félagsins milli Evrópu og Norður-Ameríku hér á landi líklega færast fram um eina klukkustund og þar með gerbreyta þeim flugáætlunum sem rekstur félagsins hefur snúist um síðustu áratugi.

Þetta muni leiða til aukins áhafnakostnaðar félagsins og þá gæti Icelandair misst rétt sem félagið hefur öðlast á sambærilegum afgreiðslutímum á erlendum flugvöllum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×