Bíó og sjónvarp

Dyrnar á þyrlunni voru lokaðar í „réttu" útgáfunni af Ófærð

Birgir Olgeirsson skrifar
Þorsteinn Bachmann sem Sigurður í Ófærð.
Þorsteinn Bachmann sem Sigurður í Ófærð.
Rétta útgáfan af sjöunda þætti þáttaraðarinnar Ófærðar var sýnd í Sjónvarpinu í kvöld og kom í ljós að ein umtalaðasta sena seríunnar var heldur öðruvísi en áhorfendur fengu að sjá í „röngu" útgáfunni sem var sýnd á sunnudag.

Fyrir þá sem ekki hafa séð þáttinn er þeim ráðlagt að halda ekki áfram lestri greinarinnar en um er að ræða eitt umtalaðasta atriðið í þáttaröðinni til þessa á samfélagsmiðlum. RÚV greindi fyrst frá þessari breytingu. 

Stilla úr Ófærð.
Í þættinum gengst Sigurður, leikinn af Þorsteini Bachmann, við því að hafa myrt Geirmund og Hrafn bæjarstjóra og er lögregluteymið frá Reykjavík að fara að flytja hann suður með þyrlu. Í „röngu" útgáfu þáttarins voru dyrnar á þyrlunni voru opnar þegar hún var komin í loftið og greip örvinglaður Sigurður til þess örþrifaráðs að fleygja sér út um opnar dyrnar.

Var þetta atriði gagnrýnt af fjölda mörgum á Twitter og talið nokkuð víst að svona myndi lögreglan aldrei standa að fangaflutningum.

Tilkynning barst frá tæknisviði Ríkisútvarpsins í dag þar sem greint var frá því að röng útgáfa af sjöunda þættinum hefði farið í loftið síðastliðið sunnudagskvöld og var réttri útgáfu lofað nú í kvöld. Var hún til að mynda sögð sú sama og ætti eftir að sýna víða um heim.

Við áhorf á henni kom í ljós að dyrnar á þyrlunni voru lokaðar þegar hún var komin í loftið og þurfti Sigurður að opna þær til að fleygja sér út úr þyrlunni en og sjá má hér fyrir neðan: 

Sjá má umræðuna á Twitter hér fyrir neðan:


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×