Sport

Dýrlingarnir án sigurs eftir tap á heimavelli | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Atlanta skorar eitt af snertimörkum sínum.
Atlanta skorar eitt af snertimörkum sínum. vísir/getty
Atlanta Falcons vann 45-32 sigur á New Orleans Saints í höll Dýrlinganna í mánudagsleik þriðju leikviku NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta í nótt.

Leikurinn var alveg frábær skemmtun en liðin spila bæði í suðurriðli Þjóðardeildarinnar og komst Atlanta á toppinn þar með sigrinum. Liðið er búið að vinna tvo og tapa einum en Saints er enn án sigurs eftir þrjá leiki og í miklum vandræðum.

Tevin Coleman, annar hlaupari Atlanta, skoraði hvorki meira né minna en þrjú snertimörk í nótt þrátt fyrir að hlaupa í heildina aðeins 42 jarda í tólf tilraunum.

Devonta, aðalhlaupari Atlanta, hljóp 152 jarda í fjórtán tilraunum en komst aldrei hlaupandi með boltann inn í endamarkið. Hann greip þó boltann og skoraði eitt snertimark.

Matt Ryan, leikstjórnandi Atlanta, var virkilega góður en hann kláraði 20 sendingar af 30 frir 240 jördum og tveimur snertimörkum.

Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans, kláraði 36 sendingar af 54 fyrir 376 jördum og þremur snertimörkum en það dugði ekki til.

Hér má sjá allt það helsta úr leiknum.

NFL

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×